spot_img
HomeFréttirBreiðablik Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja

Breiðablik Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja

Breiðablik varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja eftir úrslitamót í Glerárskóla á Akureyri.

Blikar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína á lokamótinu á meðan að Stjarnan hafnaði í öðru sætinu með þrjá sigra og tvö töp. Í innbyrðisviðureign Breiðabliks og Stjörnunnar höfðu Blikar 7 stiga sigur 32-25, en önnur lið sem tóku þátt í þessu lokamóti voru Selfoss, Þór/Hamar, Stjarnan b og Sindri.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af Íslandsmeisturunum með þjálfurum sínum Þórólfi Heiðari Þorsteinssyni, Loga Guðmundssyni og Matthíasi Þórólfssyni.

Fréttir
- Auglýsing -