spot_img
HomeFréttirBreiðablik Íslandsmeistari í 9. flokki karla

Breiðablik Íslandsmeistari í 9. flokki karla

11:43
{mosimage}

 

(Íslandsmeistarar Breiðabliks í 9. flokki karla) 

 

Síðari úrslitadagurinn í yngri flokkum hófst af krafti í DHL-Höllinni í morgun þar sem Blikar urðu Íslandsmeistarar í 9. flokki karla eftir sannkallaðan spennusigur á Keflavík. Lokatölur leiksins voru 50-47 Blikum í vil en liðin skiptust löngum á forsytunni og oft leit út fyrir að annað liðið ætlaði að stinga af og fengu áhorfendur skemmtilegan lokasprett á leikinn. Anton Örn Sandholt var valinn besti maður leiksins úr röðum Blika með 17 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en í liði Keflavíkur var Andri Daníelsson valinn besti leikmaðurinn með 13 stig, 10 fráköst og eitt varið skot.

 

Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og leiddu 20-10 að loknum fyrsta leikhluta. Keflvíkingar voru ekki sáttir við eigin frammistöðu í upphafi leiks og tóku því til sinna ráða. Jöfnuðu metin í 22-22 og Hafliði Már Brynjarsson sá um að Keflavík leiddu 28-24 í hálfleik með tveimur þriggja stiga körfum á aðeins 30 sekúndum. Keflavíkurvörnin var grimm í öðrum leikhluta og gerðu Blikar aðeins fjögur stig í leikhlutanum gegn 18 frá Keflavík.

 

Svo virtist sem Keflavík ætlaði að stinga af í upphafi síðari hálfleiks en Ágúst Orrason fann fjölina í þriggja stiga skotum fyrir Blika og kom sínum mönnum í 40-37 með einum slíkum og þannig lauk þriðja leikhluta.

 

{mosimage}

 

Fjórði leikhluti var æsispennandi þar sem Keflvíkingar gerðu vel að saxa á forskot Blika og minnkuðu þeir muninn í 47-44 mð þriggja stiga körfu frá Aroni Inga Valtýssyni þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar komust nær, 49-47 og áttu Blikar boltann þegar 12 sekúndur voru til leiksloka. Brotið var á Aroni Erni sem hélt á línun og skoraði fyrir Blika og staðan 50-47. Keflvíkingar þurftu því þriggja stiga körfu í næstu sókn enda aðeins 10 sekúndur til leiksloka. Blikar léku fína vörn og Keflvíkingar máttu sætta sig við mjög erfitt þriggja stiga skot sem á endanum var varið af þéttri Blikavörn.

 

Breiðablik er því Íslandsmeistari í 9. flokki karla eftir 50-47 sigur á Keflavík í skemmtilegum leik þar sem sigurinn hefði getað fallið báðum liðum í skaut en Blikar reyndust þrautgóðir á raunastund. Þjálfari þeirra er Einar Árni Jóhannsson. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í yngri flokkum hjá flokki ofar en 7. flokki hjá félaginu.

 

Tölfræði leiksins

 

[email protected]

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -