spot_img
HomeFréttirBreiðablik fær Arnór Hermannsson

Breiðablik fær Arnór Hermannsson

Breiðablik hefur samið við leikstjórnandann Arnór Hermannsson um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Arnór kemur frá KR þar sem hann er uppalinn og hefur leikið síðustu ár. 

 

Arnór er tvítugur bakvörður sem leikið hefur með yngri landsliðum Íslands auk KR. Hann var til að mynda hluti af U20 landsliðshóp Íslands sem lék í A-deild evrópumótsins síðasta sumar. Arnór meiddist snemma á síðasta tímabili og missti því af stórum hluta þess. Hann var þó hluti af KR- liðinu sem vann sinn fimmta titil í röð. 

 

Í tilkynningu Breiðabliks segir Pétur Ingvarsson:  „Ég er ánægður með að fá Arnór til okkar. Hann góður leikmaður sem hefði geta valið sér mörg lið. Hann hefur nú þegar sýnt sig í efstu deild og kemur til með að hjálpa liðinu með festu í varnaleiknum og auknu hugmyndaflæði í sókn“

 

Á síðustu dögum hafa Blikar samið við Hilmar Pétursson og Snorra Hrafnkelsson um að leika með liðinu sem verða nýliðar í Dominos deild karla á komandi leiktíð. Auk þess tók Pétur Ingvarsson við þjálfun liðsins á dögunum. 

Fréttir
- Auglýsing -