Eftir langt hlé hafa Breiðablik komið kvennaliði sínu í dauðafæri á að komast í úrvalsdeild á ný en árið 1995 hömpuðu Blikastúlkur þeim stóra með Penny Peppas í fararbroddi. Breiðablik tryggði sér heimavallarrétt í úrslitakeppni um sæti í efstu deild að ári með sigri á Stjörnunni 87:70 í Ásgarði. Jaleesa Butler sem nánast er orðin íslensk, hefur spilað með liðinu eftir að hún var látin taka poka sinn hjá Val í vetur og skilaði hún “Hardy-tölum” fyrir Blika í gær, 37 stig og 27 fráköst.



