Breiðablik er eitt liða á toppnum í 1. deild kvenna eftir sigur á Keflavík b í kvöld. Breiðablik tók á móti Keflvíkingum í Smáranum og má segja að gestrisnin hafi verið lítil á vellinum.
Staðan var jöfn eftir þrjár mínútur 6-6. Þá tók við 14-2 áhlaup við hjá blikum og þá var ekki aftur snúið. Breiðablik fór með 15 stiga forystu í hálfleik 35-20 og bættu meira við í seinni hálfleik. Lokastaðan 68-37 fyrir Breiðablik sem er nú aftur komið á toppinn með einungis tvo tapaða leiki.
Blikar léku frábærlega í dag og sérstaklega varnarlega þar sem Keflvíkingum gekk illa að brjóta niður þéttan varnarmúr. Sóknarlega voru svo Sóllilja og Telma sem drógu vagninn en sú fyrrnefnda var á eldi fyrir utan þriggja stiga línuna með 80% nýtingu í fimm skotum.
Allir leikmenn Breiðabliks fengu tækifæri í dag og dreifuðst mínútur liðsins bróðurlega á milli. Ungir leikmenn liðsins komu skemmtilega inn og voru óhræddar við að láta finna fyrir sér. Lið Keflavíkur b er skipað mjög ungum leikmönnum sem æfa með aðalliði liðsins. Þær mega vel við una en mættu hreinlega ofjörlum sínum í kvöld.
Brei?ablik-Keflavík b 68-37 (23-11, 12-9, 21-13, 12-4)
Brei?ablik: Sóllilja Bjarnadóttir 19/14 fráköst/7 sto?sendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 19, Isabella Ósk Sigur?ardóttir 11/12 fráköst, Eyrún Ósk Alfre?sdóttir 7/5 fráköst, Hlín Sveinsdóttir 4, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Shanna Dacanay 2/4 fráköst, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Kristín Rós Sigur?ardóttir 0.
Keflavík b: Elsa Albertsdóttir 11/13 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 5, Katla Rún Gar?arsdóttir 5/5 fráköst, Andrea Einarsdóttir 5/4 fráköst, Tinna Björg Gunnarsdóttir 2, Sara Jenný Sigur?ardóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 1, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Eva María Lú?víksdóttir 0.
Staðan í 1. deild:
1 Brei?ablik 8 6 2 508 – 436 12
2 Þór Ak. 7 5 2 474 – 439 10
3 KR 7 4 3 442 – 413 8
4 Keflavík b 6 2 4 380 – 417 4
5 Fjölnir 6 0 6 311 – 410 0



