spot_img
HomeFréttirBreiðablik: 9. sæti

Breiðablik: 9. sæti

10:30
{mosimage}

(Rúnar Ingi Erlingsson)

Tæpt var það en Karfan.is telur að nýliðar Breiðabliks missi naumlega af úrslitakeppninni eftir að vera komnir upp í úrvalsdeild að nýju. Á tíma leit út fyrir að Blikar yrðu skipaðir veglegri bakvarðasveit með Halldór Halldórsson einan í teignum en Loftur Þór Einarsson tók fram skóna að nýju og Nemanja Sovic kom aftur í Smárann eftir að hafa misst samninginn sinn við Stjörnuna í Garðabæ. Útlitið í teignum hefur því batnað til muna en þó má gera ráð fyrir brösugum vetri hjá Blikum enda jafnan stórt stökk milli 1. deildar og úrvalsdeildar.

Einar Árni Jóhannsson er meðal fremstu þjálfara landsins í dag og hefur líkast til háleitar hugmyndir um gengi sinna manna og mun t.d. stóla á Rúnar Inga Erlingsson í stöðu leikstjórnanda. Þetta verður í fyrsta sinn sem Rúnar leikur sem ,,starting point“ í úrvalsdeild og veglegur skóli að ganga í hönd hjá Rúnari sem gekk til liðs við Breiðablik frá Njarðvík rétt eins og þeir Kristján Rúnar Sigurðsson og Daníel Guðni Guðmundsson.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir íslenskan körfuknattleik að nú sé komið parket í Smárann en Kópavogsliðið státaði lengi vel af einhverju leiðinlegasta og lélegasta gólfefni landsins. Svona eftir á að hyggja er í góðu lagi að baktala gamla gólfið enda það nýja svo skínandi fínt!

Margir efnilegir leikmenn eru að stíga upp hjá Blikum og liðið því nokkuð ungt að árum og tiltölulega reynslulaust en flestir myndu ætla að það væri aðalmarkmið Blika á þessu fyrsta ári að tryggja sæti sitt í deildinni.

Ritstjórn Karfan.is

{mosimage}
(Halldór Halldórsson)

Fréttir
- Auglýsing -