spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBreana Bey til Skallagríms

Breana Bey til Skallagríms

Skallagrímur hefur samkvæmt tilkynningu samið við þá bandarísku Breana Bey um að leika með liðinu í Subway deild kvenna.

Breana er 26 ára 175 cm framherji sem eftir að hafa verið með Stetson í bandaríska háskólaboltanum til 2017 hefur leikið fyrir lið í Bretlandi, Ítalíu og síðast Flamurtari í Albaníu. Samkvæmt tilkynningu Skallagríms erBreana komin til liðsins.

Skallagrímur hefur tapað fyrstu leikjum sínum í deildarkeppni þessa tímabils, en skipti á dögunum um þjálfara þar sem að Nebojsa Knezevic tók við liðinu.

Fréttir
- Auglýsing -