spot_img
HomeFréttirBrasilía tryggði sér síðasta sætið á Ólympíuleikunum

Brasilía tryggði sér síðasta sætið á Ólympíuleikunum

6:00

{mosimage}

Micaela Jacintho skoraði 22 fyrir Brasilíu 

Brasilíustúlkur tryggðu sér í gærkvöldi síðasta sætið á í kvennakeppni Ólympíuleikanna með sigri á Kúbu, 72-67 í Madríd þar sem forkeppnin fór fram. Leikurinn var jafn og spennandi og höfðu þær kúbversku yfirhöndina fram í fjórðaleikhluta. Micaela Jacintho var stigahæst þeirra brasilísku með 22 stig en Yamara Amargo skoraði 17 fyrir Kúbu.

Að loknum leiknum var dregið í riðla fyrir Ólympíuleikana og líta þeir svona út:

A-riðill: Ástralía, Brasilía, Hvíta Rússland, Lettland, Rússland og Suður Kórea.

B-riðill: Bandaríkin, Kína, Malí, Nýja Sjáland, Spánn og Tékkland.

Keppnin hefst svo 9. Ágúst.

[email protected]

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -