spot_img
HomeFréttirBrandon Jennings til Detroit Pistons

Brandon Jennings til Detroit Pistons

Skipti milli Milwaukee Bucks og Detroit Pistons þar sem Brandon Jennings var sendur til Detoit fyrir Brandon Knight, Khris Middleton og Slava Krastov.
 
Brandon Jennings hefur ekki náð að fóta sig almennilega í NBA deildinni eftir gott nýliðaár. Hann er þó með 17,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik á ferlinum en það er einna helst skotvalið hans og ákvörðunartaka í leikjum sem hefur verið hans akkilesarhæll í gegnum tíðina. Jennings hefur aðeins einu sinni á ferlinum skotið yfir 40% utan að velli og það var leiktímabilið 2011-2012 sem var stytt niður í 66 leik vegna verkbannsins.  Jennings er 39,4% utan að velli á ferlinum og 45,5% eFG sem er frekar slappt.
 
Þessi skipti bera þess frekar merki um að Bucks hafi verið að losa sig við Jennings en ekki vilja sleppa honum með lausan samning og því gengið frá skiptum með sign-and-trade fyrirkomulagi. Bucks fá nokkra bekkjarverma en Brandon Knight hefur þó fengið nokkuð af mínútum hjá Pistons. 
 
Jennings er með 5,8 Win Shares á síðasta leiktímabili eða 0,096 per 48 mínútur.  Hinir sem koma frá Pistons eru með 2,4 Win Shares samtals á síðasta leiktímabili eða 0,197 per 48 mín.  Það er þó ólíklegt að þessir vindlar fái mikið af mínútum hjá Bucks að undanskildum Knight sem verður eflaust varaskeifan fyrir OJ Mayo.
Fréttir
- Auglýsing -