KR hafði betur gegn nýliðum Ármanns í kvöld í 13. umferð Bónus deildar karla, 102-93.
Eftir leikinn er KR í 6. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan Ármann er í 12. sætinu með 4 stig.
Karfan spjallaði við Braga Guðmundsson leikmann Ármanns eftir leik á Meistaravöllum. Bragi átti góðan leik í kvöld þrátt fyrir tapið, en hann var allt annað en sáttur með dómgæsluna.



