Bragi Hinrik Magnússon hefur látið af störfum hjá kvennaliði Fjölnis en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Bragi skilaði liðinu í 7. sæti úrvalsdeildar á síðustu leiktíð en félagið samdi nýverið við Fanneyju Lind Guðmundsdóttur.
Á heimasíðu Fjölnis segir:
Bragi Hinrik Magnússon hefur ákveðið að hætta sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Við í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar og leikmennn meistaraflokks sjáum mikið eftir Braga sem þjálfara því þar fer góður drengur sem sýnt hefur mikinn dugnað og metnað með stelpurnar og náð mjög góðum árangri. Það er mikill missir fyrir Fjölni að hans kraftar skuli ekki lengur njóta við.
Stjórn og leikmenn óska Braga velfarnaðar í framtíðinni.