spot_img
HomeFréttirBragi eftir leikinn gegn KR "Það er alvöru Grindavíkur-hjarta í liðinu"

Bragi eftir leikinn gegn KR “Það er alvöru Grindavíkur-hjarta í liðinu”

Heimamenn í Grindavík unnu frekar nauman sigur á KR-ingum í kvöld. Lokatölur urðu 89-81.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Braga Guðmundsson leikmann Grindavíkur eftir leik í HS Orku Höllinni.

Bragi er orðinn einn allra besti leikmaður landsins; ekki bara einn allra besti ungi leikmaður efstu deildar – heldur einfaldlega einn allra besti leikmaður deildarinnar. Punktur. Að fylgjast með Braga spila körfubolta er hrein og klár skemmtun; hann er svakalega góður sóknarmaður og vopnabúrið er hreinlega stútfullt og tilþrifin oft eftir því – troðslur og læti og læti og troðslur. Bragi er ekki með neinn bakkgír – hann keyrir alltaf áfram á fullri ferð og er hreinlega orðinn sá leikmaður deildarinnar sem hvað skemmtilegast er að sjá spila. Bragi var sáttur eftir leik:

“Þetta var góður sigur, og mér finnst við komnir á gott skrið. Ég ætla ekkert að fara fram úr mér þótt við höfum náð sigri, en mér finnst samt liðið vera í mikilli framför. Við berjumst hressilega fyrir hvorn annan og erum farnir að hafa meiri og meiri trú á því sem við erum að gera og það skiptir bara svo miklu máli. Það er alvöru Grindavíkur-hjarta í liðinu og við ætlum okkur að halda áfram að gera vel. Þetta tímabil er mitt besta í meistaraflokki og ég er Jóhanni þjálfara afar þakklátur fyrir allt traustið sem hann hefur sýnt mér. Ég vil gera vel, ég vil vinna og ég held að ef við höldum áfram á þessari jákvæðu braut munum við gera vel það sem eftir er af mótinu.”

Fréttir
- Auglýsing -