Boston Celtics minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitum austurstarandarinnar í nótt með 108-111 sigri á Cleveland Cavaliers! Avery Bradley smellti niður sigurkörfunni sem var þristur þegar 0,1 sekúnda var til leiksloka. Þetta afrekaði Boston á Isaiah Thomas sem var fjarverandi vegna mjaðmameiðsla.
Með þessum sigri lokaði Boston 13 leikja sigurgöngu Clevaland í úrslitakeppninni sem hafði sópað öll einvígi sín til þessa. Sigur Celtics var nokkuð athyglisverður sem lentu m.a. 21 stigi undir í þriðja leikhluta.
Marcus Smart var stigahæstur í liði Boston í nótt með 27 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar en Avery Bradley gerði 20 stig og þrjú þau mikilvægustu með sigurkörfunni en hann var líka með 4 stoðsendingar og 3 fráköst.
Í stigaskorinu hafði LeBron James fremur hægt um sig með 11 stig hjá Cleveland, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Stigahæstur hjá Cavs var Íslandsvinurinn svokallaði Kyrie Irving með 29 stig og 7 stoðsendingar.
Þar sem Cleveland tapaði í nótt er Golden State eina ósigraða liðið í úrslitakeppninni til þessa og leiða 3-0 gegn San Antonio Spurs.
Myndbönd næturinnar