spot_img
HomeFréttirBotnliðin mætast í Borgarnesi

Botnliðin mætast í Borgarnesi

Fimmta umferðin í Domino´s deild karla hefst í kvöld og eru fjórir leikir á dagskránni sem allir hefjast kl. 19:15. Botnliðin Skallagrímur og Fjölnir mætast í Borgarnesi og verður aðeins eitt lið á botninum eftir kvöldið í kvöld. Haukar fá aðra tilraun til þess að sýna sitt rétta andlit í Garðabæ eftir rassskellinguna í bikarnum, meistarar KR fá Grindavík í heimsókn og ÍR tekur á móti Tindastól.
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla – 19:15
 
Stjarnan – Haukar
KR – Grindavík (KR TV)
ÍR – Tindastóll
Skallagrímur – Fjölnir
 
Leikir kvöldsins í 1. deild karla – 19:15
 
ÍA – Valur
  
Mynd/ Axel Finnur – Pétur Ingvarsson og Skallagrímsmenn fá Fjölni í heimsókn í botnslag Domino´s deildarinnar í kvöld. 
Fréttir
- Auglýsing -