spot_img
HomeFréttirBoston við það að sópa New York í sumarfrí

Boston við það að sópa New York í sumarfrí

 
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Boston Celtics fóru langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum austurstrandarinnar með 96-113 sigri á New York Knicks í Madison Square Garden. Þá tók Atlanta 2-1 forystu gegn Orlando og Lakers komust í 2-1 gegn New Orleans Hornets. Paul Pierce var vafalítið maður næturinnar með 38 stig.
New York Knicks 96 – 113 Boston Celtics
Boston 3-0 New York
Félagarnir Ray Allen og Paul Pierce fóru mikinn í liði Knicks. Pierce gerði 38 stig í leiknum, tók 3 fráköst og stal 3 boltum. Ekki langt undan var vélbyssan Ray Allen með 32 stig. Rajon Rondo bauð svo upp á myndarlega þrennu þegar hann var með 15 stig, 11 fráköst og 20 stoðsendingar en þessar 20 sem gáfu körfu eru félagsmet hjá Boston. Hjá Knicks Shawne Williams með 17 stig og 6 fráköst af New York bekknum. Carmelo Anthony gerði 15 stig í leiknum. Þá er nokkuð óhætt að senda Knicks í sumarfrí því engu liði hefur tekist það í sögu NBA deildarinnar að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir.
 
Atlanta Hawks 88 – 84 Orlando Magic
Orlando 1-2 Atlanta
Jamal Crawford var stigahæstur í liði Hawks með 23 stig og Joe Johnson bætti við 21 stigi, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum. Dwight Howard var sem fyrr stigahæstur í liði Orlando með 21 stig, 15 fráköst og 3 varin skot. Zaza Pachulia og Jason Richardson var hent út úr húsi eftir smá vals en Pachulia lætur finna vel fyrir sér og braut á Dwight Howard sem slengdi í hann olnboganum og slapp bara vel með þá aðgerð sína, Richardson kom aðvífandi fyrir vikið og lét nokkur vel valin falla.
 
New Orleans 86 – 100 LA Lakers
Lakers 2-1 New Orleans
Kobe Bryant fann sig vel á útivelli í nótt með 30 stig fyrir Lakers. Þá var hann einnig með 6 fráköst og 3 stolna bolta. Carl Landry var atkvæðamestur í liði Hornets með 23 stig og 5 fráköst.
 
Mynd/ Pierce fann sig vel í Stóra-Eplinu í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -