spot_img
HomeFréttirBoston vann San Antonio - Garnett aftur með

Boston vann San Antonio – Garnett aftur með

{mosimage}
09:30:34
Boston Celtics lögðu San Antonio Spurs að velli, 77-80, í miklum spennuleik í nótt. Kevin Garnett kom lítillega við sögu hjá Boston í fyrsta leik sínum eftir 13 leikja fjarveru vegna meiðsla. Leikurinn var annars hnífjafn lengst af og ef það hefði ekki verið fyrir hræðilega vítanýtingu Spurs á lokakaflanum, þar sem þeir misnotuðu sex víti í röð, hefði útkoman geta orðið önnur.

 

Ray Allen var stigahæstur Boston manna með 19 stig og Rajon Rondo bætti við 16 og 12 stoðsendingum. Garnett var með 10 stig á um 12 mínútum, en Paul Pierce var heillum horfinn með aðeins 9 stig.

 

Hjá Spurs voru það Tony Parker (25 stig) og Tim Duncan (15 stig) sem báru hitann og þungann af spilinu sem fyrr.

 

Meðal annarra úrslita í nótt má geta þess að Houston vann Minnesota, og er nú einum leik frá því að jafna San Antonio í Suð-vesturriðlinum, New Jersey vann Miami þrátt fyrir góðan leik Dwyne Wade og Dallas festi sig enn betur í sessi í síðasta úrslitasæti vesturdeildarinnar með naumum sigri á Indiana þar sem Dirk Nowitzki skoraði sigurkörfuna þegar um sekúnda var eftir af leiknum.

 

Loks máttu NY Knicks sætta sig við niðurlægingu af hálfu versta liðs NBA-deildarinnar, Sacramento Kings, í 27 stiga tapi á heimavelli, 94-121. Þetta var annar stórósigur Knicks í röð á heimavelli sínum.

 

Hér eru úrslit næturinnar:

Charlotte 102
Toronto 89


Dallas 94
Indiana 92

Miami 88
New Jersey 96


Sacramento 121
New York 94

LA Clippers 90
Detroit 108

Utah 101
Oklahoma City 94

Memphis 84
New Orleans 96

Boston 80
San Antonio 77

Minnesota 88
Houston 107

Washington 105
Denver 116

Philadelphia 111
Golden State 119

 

Tölfræði leikjanna

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -