spot_img
HomeFréttirBoston tekur forystu gegn Pistons

Boston tekur forystu gegn Pistons

d

Það var hörku leikur sem fór fram í Boston í gær þegar heimamenn í Celtics tóku á móti Detriot Pistons í fyrsta leik liðanna um úrslit Austurdeildarinnar.  Boston tók frumkvæðið í byrjun leiks en gestirnir voru aldrei langt undan. Aðeins 1 stig skildi liðin í hálfleik og fengu áhorfendur að sjá skemmtilegan bolta hjá báðum liðum.  Í þriðja leikhluta tóku heimamenn völdin á vellinum með Kevin Garnett í farabroddi.

Heimamenn komu sér í þægilegt 10 stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn og létu þá forystu aldrei af hendi og sigruðu að lokum 88-79.  Heimamenn fengu aðeins einn dag í hvíld eftir erfiða seríu gegn Lebron James og félögum en það kom ekki að sök. Kevin Garnett fór fyrir sínu liði og setti niður 26 stig og hirti 9 fráköst. Næstur honum kom Paul Pierce með 22 stig en eins og flestir muna var hann hreinlega á suðupunkti í síðasta leik gegn CAVS.  Hjá gestunum var það “X-factorinn” Tayshaun Prince sem var atkvæðamestur með 16 stig.  

“Þeir eru sterkir á heimavelli og við áttu slakan leik í dag, en okkur hlakkar til Fimmtudagsins” sagði Chauncey Billlups sem missti af 2 leikjum í síðustu seríu gegn Orlando vegna meiðsla.
 

Rajon Rondo átti prýðis leik með 11 sti, 7 stoðir og stal 5 boltum og hrósaði þjálfari hans honum eftir leik, “’Eg sagði honum að hætta að hafa áhyggjur af Detriot og hugsa um að láta þá hafa áhyggjur af honum því hann er frábær körfuknattleiksmaður” sagði Doc Rivers eftir leikinn.

Fréttir
- Auglýsing -