10:33:09
{mosimage}Ekkert lát er á sigurgöngu Boston Celtic sem unnu í nótt sinn 19 sigur í röð og virðast vera í algjörum sérflokki í NBA-deildinni þessa dagana. LA Lakers, sem hafa verið að hiksta að undanförnu unnu góan sigur á New Orleans Hornets í toppslag Vesturdeildarinnar, Cleveland er ósigrað heima og Texasliðin Dallas og San Antonio klífa enn upp stigann með góðum sigrum.
Nánar hér að neðan…
Boston lagði Philadelphia á heimavelli hinna síðanefndu í nótt, 110-91. Meistararnir tóku forystuna strax í upphafi og losuðu aldrei takið. Stigaskorunin skiptist jafnt milli þeirra grænu þar sem Rajon Rondo og Kevin Garnett voru með 18 stig hvor, Ray Allen með 16, Leon Powe 15 og Eddie House var með 13.
Hjá Philadelphia, sem missti Elton Brand í meiðsli fyrir skemmstu, voru Mareese Speights og Lois Williams með 16 stig, en aðrir minna. Byrjunarliðið hjá þeim var sérlega illa fyrirkallað og má ekkert lið við slíku gegn Boston Celtics.
Lakers hristu af sér slenið sem hefur einkennt þeirra leik síðustu vikur og þó þeir hafi unnið flesta leiki sína töpuðust tveir í röð í síðustu viku. Þeir unnu svo Memphis Grizzlies í fyrrinótt og New Orleans Hornets voru næstir á matseðlinum. Lokatölur í leiknum voru 87-100 og er skemmst frá að segja að Lakers sýndu loks sitt rétta andlit og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur.
Varnarmenn Lakers lágu á Chris Paul og veittu honum ekkert svigrúm, en hann lét sjálfur ekki sitt eftir liggja og hélt áfram að bæta eigið met yfir flesta leiki í röð með a.m.k. eina stelu. Hann stal fimm boltum strax í fyrsta leikhluta og stendur metið nú í 108 leikjum.
Kobe Bryant var stigahæstur Lakers með 26 stig, Pau Gasol var með 20 og Andrew Bynum var með 13.
Paul var með 17 stig fyrir Hornets líkt og Rasual Butler og Maurice Peterson var með 16.
Lakers sýndu hvað í þeim bjó rétt fyrir stærsta leik það sem af er vetrarins, viðureign Lakers og Boston í LA á jóladag.
Lakers hefur þá færi á að stöðva sigurgöngu meistaranna og Phil Jackson, þjálfari Lakers, getur komist upp í 1000 sigurleiki á ferlinum. Takist það, yrði hann sá fljótasti til að gera það, eða í 1.422 leikjum.
Hér eru úrslit næturinnar:
Washington 72
Charlotte 80
Oklahoma City 88
Atlanta 99
Houston 90
Cleveland 99
New Jersey 108
Indiana 107
Golden State 88
Miami 96
Philadelphia 91
Boston 110
LA Lakers 100
New Orleans 87
Chicago 98
Detroit 104
Utah 86
Milwaukee 94
Memphis 82
Dallas 100
Minnesota 93
San Antonio 99
Denver 92
Portland 101
ÞJ



