spot_img
HomeFréttirBoston-Lakers 3-2: Lakers eru enn með

Boston-Lakers 3-2: Lakers eru enn með

11:38

{mosimage}
(Kobe Bryant var hetja heimamanna í nótt)

Los Angeles Lakers lögðu Boston að velli í nótt í fimmta leik liðanna um NBA-titilinn. Lokatölur voru 103-98. Kobe Bryant kom Lakers fjórum stigum yfir með troðslu þegar 37 sekúndur voru eftir og liðsmenn Boston náðu ekki að jafna og heimamönnum fögnuðu sigri.

Staðan í einvíginu er þá 3-2 grænum í vil en næsti leikur fer fram í Boston á þriðjudagskvöld.

Leikurinn í nótt var að þróast eins og leikur fjögur. Heimamenn keyra upp muninn og gestirnir virtust ekki vera tilbúnir í slaginn. Svo koma þeir til baka og jafna og komast yfir.

Leikurinn var í járnum síðustu mínútur og Boston lagði af stað í sókn með um 45 sekúndur eftir af klukkunni og tveimur stigum undir. Boston náði aldrei að ógna körfu heimamanna eða hvað þá skjóta þar sem Kobe Bryant stal boltanum af Paul Pierce og fór upp völlinn og skoraði. Voru heimamenn þá fjórum stigum yfir. Boston reyndi að minnka muninn en gekk ekki og leikurinn fjaraði út á vítalínunni.

Stigahæstur hjá Lakers var Kobe Bryant með 25 stig en hann fór hamförum í fyrsta leikhluta og hafði sig svo lítið frammi þar til í lokin. Næstur honum var Lamar Odom með 20 stig og 11 fráköst.

Hjá Boston var Paul Pierce allt í öllu en hann skoraði 38 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Ray Allen bætti við 16 stigum.

Þar með eru Lakers menn búnir að minnka muninn í einvíginu sem færist til Boston og verður sjötti leikurinn á heimavelli þeirra grænu á þriðjudag.

Verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -