spot_img
HomeFréttirBoston lagði Meistarana

Boston lagði Meistarana

d
Boston Celtics eru þessa dagana að þræða Texas fylkið og byrjuðu í gær á því að leggja meistarlið SA Spurs 91-93. Gestirnir í grænu léku án Ray Allen að þessu sinni en það var gamalt brýni sem nýverið hefur skrifað undir hjá Boston, Sam Cassel sem kom sá og sigraði. Kappinn setti niður 17 stig og stuðlaði að “comeback-i” hjá gestunum sem svo leiddi þá til sigurs. Paul Pierce leiddi liðið með 22 stig og Garnett kom næstur með 21. Hjá heimamönnum var það Manu Ginobili sem setti 32 stig en þau dugðu ekki. Tim Duncan fór óvenju hægt um sig með aðeins 10 stig og 8 fráköst. Celtics halda nú til Houston þar sem þeir freista þess að stöðva 22 leikja sigurgöngu Rockets.

 

Utah Jazz sigruðu sinn 19 leik í röð á heimavelli þegar þeir lögðu vængbrotið lið Toronto en þeir sakna enn þeirra stór stjörnu, Chris Bosh sem er meiddur. Derron Williams leiddi lið sitt til sigurs með 21 stigi og Carlos Boozer átti einnig fínan línu, með 13 stig og 10 fráköst. Hjá Kanadaliðinu var það Spánverjin, Jose Calderon sem setti 16 stig.  Úrslit kvöldins fóru annars þannig.

 

Lið 1 2 3 4 Final
Hawks 29 25 30 21 105
Wizards 24 29 24 19 96

Frétt um leikinn

Lið 1 2 3 4 Final
Cavaliers 23 22 27 18 90
Magic 20 20 33 31 104

Frétt um leikinn

Lið 1 2 3 4 Final
Knicks 32 24 23 19 98
Pacers 38 22 21 29 110

Frétt um leikinn

Lið 1 2 3 4 Final
Bobcats 24 23 17 16 80
Grizzlies 21 21 30 26 98

Frétt um leikinn

Lið 1 2 3 4 Final
Bulls 27 23 34 13 97
Hornets 27 24 24 33 108

Frétt um leikinn

Lið 1 2 3 4 Final
Clippers 23 21 22 24 90
Wolves 23 24 21 31 99

Frétt um leikinn

Fréttir
- Auglýsing -