spot_img
HomeFréttirBoston jafnaði

Boston jafnaði

Fjórði leikur Boston Celtics og Miami Heat í úrslitum austurstandar NBA fór fram í nótt. Boston vann leikinn 93-91 eftir framlengingu og jafnaði þar með einvígið í 2-2. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 89-89 en Rajon Rondo kom Boston í 93-91 á vítalínunni þegar 21,4 sek. voru til leiksloka. Reyndar var þetta eina stigið síðustu tvær mínútur framlengingarinnar! Dwyane Wade tók svo þrist fyrir Miami til að stela sigrinum en hann dansaði af hringnum og serían því jöfn.
Sex leikmenn Boston gerðu 10 stig eða meira í leiknum, Paul Pierce var þeirra atkvæðamestur með 23 stig og 6 fráköst og Kevin Garnett skoraði 17 stig og tók 14 fráköst. Rajon Rondo lét ekki Garnett einan um tvennuna því hann var með 15 stig og 15 stoðsendingar.
 
Hjá Miami var LeBron James með 29 stig og 6 fráköst og fékk í fyrsta sinn í úrslitakeppninni 6 villur og varð að fylgjast með af tréverkinu síðustu tvær mínútur leiksins. Dwyane Wade var svo með 20 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Chris Bosh er enn fjarri góðu gamni en þetta var níundi leikurinn í röð sem hann missiar af vegna tognunar.
 
Fimmti leikur liðanna fer fram aðfararnótt miðvikudags en þá mætast liðið á heimavelli Heat.
 
Mynd/ Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston í nótt.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -