Boston Celtics máttu játa sig sigraða á heimavelli í nótt þegar SA Spurs, unnu þar öruggan sigur, 73-94. Manu Ginobili, sem hefur farið á kostum að undanförnu, fór enn og aftur fyrir liði Spurs þar sem hann skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar. Enginn í liði Boston var að ná sér á strik, en þeir gætu misst þriðja sætið í Austurdeildinni til Atlanta Hawks ef þeir ná sér ekki á strik á næstunni.
Atlanta jafnaði Boston að vinningshlutfalli með sigri á Indiana í nótt, 94-84.
Á meðan tryggðu tvö efstu liðin í austrinu sína stöðu þar sem Cleveland vann Sacramento, 97-90, og Orlando vann góðan sigur á Denver Nuggets, 103-97.
Úrslit:
Cleveland 97 Sacramento 90
Milwaukee 108 Memphis 103
Atlanta 94 Indiana 84
Orlando 103 Denver 97
Miami 97 Toronto 94
Detroit 103 Chicago 110
Minnesota 105 Phoenix 111
Oklahoma City 87 Portland 92
Boston 73 San Antonio 94
LA Clippers 103 Golden State 121



