spot_img
HomeFréttirBoston Celtics - Er Al Horford síðasta púslið?

Boston Celtics – Er Al Horford síðasta púslið?

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

10. sæti – Charlotte Hornets

9. sæti – Chicago Bulls

8. sæti – New York Knicks

7. sæti – Washington Wizards

6. sæti – Detroit Pistons

5. sæti – Atlanta Hawks

4. sæti Indiana Pacers

 

 

 

Boston Celtics

Heimavöllur: TD Garden

Þjálfari: Brad Stevens

 

Helstu komur: Al Horford, Gerald Green, Jaylen Brown

Helstu brottfarir: Jared Sullinger, Evan Turner

 

Við fyrstu sýn virðast Boston Celtics hafa allt sem þarf. Danny Ainge, Brad Stevens, fín breidd, frábærir varnarmenn, stjörnuleikmenn og svo framvegis. Í sumar fóru þeir og nældu sér í það sem þeir og fleiri halda að sé týnda púslið í Al Horford. Boston mun spila skemmtilegann sóknarleik og hörkuvarnarleik í vetur. Ég held að þeir verði á mjög svipuðu róli og Toronto en spái þeim hér 3ðja sæti í austurdeildinni.

 

Þeirra helstu styrkleikar eru sem áður sagði breidd, þjálfun, vörn og góðir aðalleikarar. Þeirra helstu veikleikar eru ekki auðveldir að finna, helst það að stjörnuleikmennirnir þeirra (Thomas og Horford) eru ekki alveg nógu góðir til þess að gera alvöru atlögu að efsta sætinu, skytturnar ekki alveg nógu beittar og að það gæti tekið þá smá tíma í byrjun tímabils að finna sig. Býst við stórhættulegu Boston liði á fljúgandi skriði í vor.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Isaiah Thomas
SG – Avery Bradley
SF – Jae Crowder
PF – Al Horford
C – Amir Johnson

 

Gamlinginn: Al Horford(30) er elsti leikmaður liðsins, ekkert fútt hér.

Fylgstu með: Gerald Green. Fátt skemmtilegra en tilviljanakennd fade-away skot og risatroðslur.

 

Spá: 54-28 – 3. Sæti.

Fréttir
- Auglýsing -