Boston tóku forystuna í Austurdeild NBA með sigri á Washington Wizards í nótt, 104-102. Með sigrinum komust þeir upp fyrir Orlando Magic, sem tapaði á sama tíma fyrir Utah Jazz. Þetta var níundi sigur Boston röð.
Einn leikur í viðbót fór fram í nótt þar sem Detroit Pistons unnu Denver Nuggets, þrátt fyrir að Carmelo Anthony hafi skorað 40 stig.