spot_img
HomeFréttirBosnía og Hersegóvína númeri of stórar fyrir stúlkurnar í Sófíu

Bosnía og Hersegóvína númeri of stórar fyrir stúlkurnar í Sófíu

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Sófíu í Búlgaríu. Í dag tapaði liðið sínum þriðja leik á mótinu fyrir Bosníu og Hersegóvínu, 44-60.

Íslensku stúlkurnar voru hægari í gang í dag en liðsmenn Bosníu. Voru 6 stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 9-15. Undir lok fyrri hálfleiksins bætti Bosnía svo bara í og fór með þægilega 13 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 23-36.

Í upphafi seinni hálfleiksins náði Ísland eilítið að komast betur inn í leikinn. Munurinn þó enn 11 stig fyrir lokaleikhlutann, 34-45. Í honum gerði Bosína svo það sem þurfti til þess að sigla frekar góðum 16 stiga sigri í höfn, 44-60.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Júlía Thasaphong með 8 stig og 10 fráköst.

Næst leikur liðið komandi mánudag kl. 10:45 gegn Svartfjallalandi.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -