spot_img
HomeFréttirBosnía-Ísland í Tuzla í kvöld

Bosnía-Ísland í Tuzla í kvöld

Íslenska karlalandsliðið leikur sinn annan leik í undankeppni EuroBasket 2015 þegar liðið mætir Bosníumönnum í kvöld í Tuzla í Bosníu. Uppselt er á leikinn svo okkar menn eiga von á svakalegum leik!
 
 
Viðureign liðanna hefst kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 18:00 að íslenskum tíma. Bæði lið hafa unnið 13 stiga sigur á Bretum í sínum fyrstu leikjum í A-riðli. Ísland lagði Breta í Laugardalshöll en Bosníumenn lögðu Breta í Copper Box í London.
 
Viðureign Bosníu og Íslands verður í beinni útsendingu í dag á RÚV íþróttarásinni og hefst útsending kl. 17:50.
  
Mynd/ Axel Finnur
Fréttir
- Auglýsing -