Boris Diaw leikmaður Utah Jazz og Frakklands var vonsvikinn með tapið gegn Finnlandi á fyrsta degi Eurobasket 2017. Sigur Finnlands var mjög óvæntur enda var liðið númer 18 í kraftröðun FIBA en Frakkland í því þriðja. Diaw sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að liðið myndi ekki hengja haus.
„Þegar þú tapar 23 boltum, áttu hreinlega ekki skilið að vinna leik. Ég held að það sé eitthvað sem verður auðvelt að laga. Þetta er ekki eðlilegt eða partur af okkar leik. Það má vera að það hafi verið einhver kvíði í liðinu fyrir þennan leik. Við gerðum varnarmistök, sérstaklega seint í leiknum.“ sagði Diaw.
„Við vorum yfir með níu stigum þegar fjórar mínútur voru eftir og við vorum í góðri stöðu til að vinna, allavega á lokamínútunum. Auðvtað þurfum við að vinna leiki ef við viljum komast áfram en þetta er ekki endirinn á mótinu. Við vitum að við getum gert mikið betur.“
„Fyrstu leikirnir eru alltaf dálítið einkennilegir, þetta er eins og fyrsti dagurinn í skólanum. Lið finna annað hvort fyrir vellíðan eða kvíða fyrir fyrsa leikinn. Fyrir framan sína eigin stuðninsmenn fann finnska liðið fyrir vellíðan.“