spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBorgnesingar vara við svikahröppum

Borgnesingar vara við svikahröppum

Skallagrímur í Borgarnesi setti inn færslu á samfélagsmiðla í gær þar sem félagið varar við svikahröppum sem segjast vera með beinar útsendingar af leikjum í íslenskum körfubolta. Oft á tíðum eru þessar athugasemdir settar inn á færslur hjá liðum og öðrum tengdum íslenskum körfubolta án nokkurrar innistæðu, þar sem ekki er í raun um að ræða neinar beinar útsendingar af leikjum.

Segist félagið ennfrekar hafa lokað á slíkar athugasemdir hjá sér með því einfaldlega að loka alveg á þær undir ákveðnum færslum, en líkt og íslenskir körfuknattleiksaðdáendur hafa séð síðustu misseri eru þessar athugasemdir settar inn undir ansi margar færslur samt sem áður.

Fréttir
- Auglýsing -