spot_img
HomeFréttirBorgnesingar unnu á Akureyri(Umfjöllun)

Borgnesingar unnu á Akureyri(Umfjöllun)

02:24

{mosimage}
(Cedric Ison í leik gegn Stjörnunni á dögunum)

Í kvöld sigruðu Skallagrímsmenn Þórsara örugglega 91 -104. Skallagrímsmenn náðu snemma forystu í fyrsta leikhluta og héldu þeirri forystu allan leikinn. Mest náðu Skallagrímsmenn 22. stiga forskoti. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í 9 stig í fjórða leikhluta en gestirnir héldu heimamönnum alltaf fjarri sér og fóru því með öruggan 13 stiga sigur af hólmi. 91-104 fyrir gestina sem hafa nú unnið tvo leiki í röð og stöðvuðu sigurgöngu heimamanna.

Skallagrímsmenn byrja leikinn vel, þar sem Allan Fall skoraði fyrstu stig leiksins með þriggja stiga körfu. Eftir það var jafnræði með liðunum og heimamenn komust í fyrsta skipti og það eina yfir í stöðunni 12-10. Þegar líða fór á fjórðunginn sigldu gestirnir  hægt og rólega fram úr heimamönnum og náðu mest 11 stiga forystu í fjórðungnum, með þá Axel Kárason og Miloca Zehovic fremsta í flokki. Það virtist ganga allt upp hjá gestunum, á meðan heimamenn voru greinilega með spennufall eftir síðasta leik. Gestirnir unnu fjórðunginn með níu stiga mun 21-30. Gangur leiksins í 1. leikhluta: (0:3) – (2:5) – (4:8) – (10:10) – (12:10) – (14:18) – (16:20) – (16:24) – (19:27) – (21:30) Skallagrímsmenn halda því áfram sem þeir voru að gera í fyrsta leikhluta, spila góða vörn og nýta skotin sín ótrúlega vel. Þórsarar prófuðu að fara í svæðisvörn, en þá gengu gestirnir á lagið og settu hvað eftir skot niður utan af teig. Leikhlutinn spilast þægilega fyrir gestina sem halda muninum á bilinu 13-18 stig. Mest náðu gestirnir 18 stiga forystu, eða í stöðunni 32:50. Heimamenn voru ekki að spila sinn besta varnarleik og gestirnir virtust geta labbað í gegn um vörn heimamanna og sótt fráköst að vild. Tilþrifa lítill leikhluti þar sem gestirnir vinna með fjórum stig eða 20-24. Darrel Flake átti fínan leik í fjórðungnum, sem og Zehovic. Í liði heimamanna var það enginn sérstakur sem steig upp, Óðinn átti fína spretti, en í heild var liðið ekki að spila eins vel og þeir geta. En Skallagrímsmenn leiða þægilega í hálfleik 41 – 54. Gangur leiksins í 2. leikhluta: (24:30) – (24:40) – (27:43) – (29:47) – (32:50) – (36:50) – (41:54). Gestirnir halda uppteknum hætti í þriðja leikhluta, hitta vel fyrir utan og ná mörgum fráköstum. Skallagrímsmenn ná mest 22 stiga forystu í  stöðunni 46 – 68. Fremstur í flokki gestanna fer Miloca Zehovic sem settur hvert skotið niður, og það virðist skipta litlu hvar Zehovic tók skot, boltinn fór niður. Gott dæmi um hittni gestanna í leiknum, er þegar 3 sekúndur voru eftir tekur Darrel Flake þriggja stiga skot á miðjum vallarhelmingi heimamanna, og boltinn fór í spjaldið og ofan í. Heimamenn virðast ekki vita hvernig eigi að stöðva gestinna, og gestirnir fara með 16 stiga forystu í lok fjórðungsins. Í liði heimamanna var það enn Zehovic og Flake sem leiddu gestinna áfram, en fátt var um fína drætti í liði heimamanna. Gangur leiksins í 3. leikhluta: (41:56) – (44:63) – (46:65) – (46:68) – (51:72) – (55:74) – (57:76) – (63:79). Heimamenn byrjuðu fjórða fjórðung af krafti, og náðu að saxa á forystu gestanna niður í níu stig. Kenneth Webb tekur leikhlé til að stöðva áhlaup heimamanna. Heimamenn komust þó ekki nær gestunum sem ná smá saman að auka aðeins forskot sitt á heimamenn og ná að halda um 12-13 stiga forskoti síðari helming fjórðungsins. Darrel Flake og Zehovic áttu mjög góðan leik í fjórðungnum, en hjá heimamönnum átti Magnús Helgason nokkra lipra spretti og setti niður nokkrar þriggja stiga körfur, sem og Baldur Jónasson. Einnig átti Cedric Isom fína spretti inn á milli. En þegar líða tók á fjórðunginn náðu gestirnir að sigla á lygnan sjó og náðu að landa 13 stiga sigri, 91-104. Axel Kárason var að vonum kampakáttur í leikslok ,, Já, ég er mjög sáttur, en bara kannski svolítið lokin í fyrri hálfleik hefði maður frekar viljað sjá muninn í 20 stigum í staðinn fyrir 13 eins og leikurinn spilaðist. Við slökuðum aðeins á í þriðja leikhluta, sem er töluvert öðruvísi en í leikjunum hingað til, en við virðumst tapa þeim sem við spilum hve best í seinni hálfleik. Fyrst og fremst hittum við vel í fyrri hálfleik og vörnin í fyrri hálfleik bjó til góðan mun, og svo náðum við að halda þessu nokkuð vel þarna, mestu leyti í seinni hálfleik. Við erum vonandi komnir á gott skrið, kemur smá hlé í deildinni og því fínt að ná þessum tveimur síðustu leikjum til að byggja upp sjálfstraustið, miða við byrjunina hjá okkur á tímabilinu." Hrafn Kristjánsson þjálfari þórs var ekki jafn kátur með úrslit leiksins ,, Ég vil bara biðja stuðningsmenn Þórs, sem mættu á völlinn afsökunar á spilamennsku liðsins. Við vorum sofandi mest allan leikinn, þá sérstaklega í vörninni. Liðið spilaði betur síðustu tvo leiki, og kannski voru leikmenn mínir í spennufalli í byrjun leiks eftir dramatískan sigur gegn Stólunum í síðustu umferð. Það þýðir þó lítið að fara í einhverjar krísu hugleiðingar, vandinn er ekki mannskapurinn, heldur þurfum við bara að setjast niður og kryfja hlutina og sjá hvað er hægt að bæta það sem fór úrskeiðis í kvöld." Lið Skallagríms var að spila mjög vel í kvöld, hittu mjög vel, spiluðu góða vörn og náðu hvað eftir annað fráköstum. Darrel Flake og Miloca Zehovic fóru fyrir liði Skallagríms, en Axel Kárason og Allan Fall áttu lipra spretti inn á milli. Í liði heimamanna átti Cedric Isom, Magnús Helgason og Óðinn Ásgeirsson fína sóknartilburði. Hins vegar voru Birkir Heimisson og Luka Marolt að spila fína vörn á tímabili en fengu litla hjálp frá samherjum sínum. En í heildinna lítið sanngjarn sigur gestanna sem virðast vera komnir á gott skrið eftir góða sigra gegn Snæfelli og Þór. Stigahæstir Þórs: Cedric Isom 24 (6 stoðsendingar), Óðinn Ásgeirsson 20, Magnús Helgason 17, Luka Marolt 11, Baldur Jónasson 8 og Hrafn Jóhannesson 6, Birkir Heimisson 3 og Jón Orri Kristjánsson 2 stig. Stigahæstir Skallagríms: Darrel Flake 39, Miloca Zehovic 32, Allan Fall 20, Axel Kárason 15, Hafþór Gunnarsson 2, Pétur Már Sigurðsson 2 og Óðinn Guðmundsson 2.  Nú verður gert hlé á leikjum í úrvalsdeildinni þar til 1. desember en þá leikur Þór gegn Fjölni á útvelli. En þann 25 nóvember leikur Þór gegn sigurvegara úr viðureign Fjölni-b og Keflavík –b í lýsingabikarnum og er það leikur á útivelli.Hins vegar verður næsti heimaleikur Þórs ekki fyrr en 14. desember gegn Grindavík.

mynd: [email protected]

www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -