spot_img
HomeFréttirBorgnesingar semja við tvo erlenda leikmenn

Borgnesingar semja við tvo erlenda leikmenn

Borgnesingar eru á fullu að undirbúa lið sitt fyrir komandi átök í Dominos deild karla. Skallagrímur hefur samið við tvö erlenda leikmenn um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Shequila Joseph er 23. ára framherji frá Bretlandi sem kemur frá Fassi Albino á Ítalíu þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Joseph hefur leikið með öllum yngri landsliðum Bretlands en hún leik með Mississippi háskólanum og var með 5 stig og 5,5 fráköst að meðaltali í leik þar á útskriftarárinu.

Ines Kerin er 28. ára bakvörður frá Slóveníu sem lék á síðasta tímabili í Frakklandi en hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi. Hún lék einnig tvö ár með Barry háskólanum sem Elvar Friðriksson lék einnig með. Kerin var mest með 13 stig að meðaltali í leik fyrir Barry háskólan en hún hefur einnig leikið efstu deild á Slóveníu. Leikmaðurinn hefur leikið nokkra landsleiki með A-landsliði Slóveníu auk yngri landsliða.

Skallagrímur mun þar með hafa fjóra erlenda leikmenn í liði sínu á komandi leiktíð. Fyrr í sumar hafði liðið samið við Bryeasha Blair og pólska leikmanninn Maju Michalska. Ari Gunnarsson verður áfram með liðið og fer nú inní fyrsta undirbúningstímabil sitt með liðið. Einhverjir leikmenn munu yfirgefa liðið en ljóst er að Jóhanna Björk Sveinsdóttir hefur samið við lið Stjörnunnar.

Fréttir
- Auglýsing -