spot_img
HomeFréttirBorgnesingar semja við heimamenn

Borgnesingar semja við heimamenn

Skallagrímur samdi á dögunum við sjö leikmenn sem léku með liðinu á síðasta tímabili um að leika með þeim aftur á næsta tímabili. Allir eru þeir ungir leikmenn sem koma frá Borgarnesi eða nágrenni. 

 

Þetta voru þeir Atli Aðalsteinsson, Davíð Guðmundsson, Bjarni Guðmann Jónsson, Guðbjartur Máni Gíslason, Arnar Smári Bjarnason, Hjalti Ásberg Þorleifsson og Sumarliði Páll Sigurbergsson. Á heimasíðu Skallagríms kemur þetta fram auk þess sem sagt frá því að von sé á frekari undirskriftum á næstunni. 

 

Skallagrímur féll úr Dominos deild karla á síðasta tímabili eftir að hafa endað með 14 stig í 11 sæti deildarinnar. Liðið hefur þegar misst Sigtrygg Arnar Björnsson til Tindastóls fyrir næsta tímabil í 1. deildinni og því ljóst að stórt skarð er ófyllt í liðinu. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -