spot_img
HomeFréttirBorgarskotið heldur áfram: Varsjá í pottinum

Borgarskotið heldur áfram: Varsjá í pottinum

13:00
{mosimage}

Keflavík og Haukar mætast í sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni í Iceland Express deild kvenna í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 í Keflavík og hafa hin skemmtilegu borgarskot frá síðustu úrslitakeppni verið endurvakin hjá Iceland Express.  

Leikurinn er sá sami og var í fyrra, á milli 1. og 2. leikhluta skjóta tveir áhorfendur og svo aðrir tveir á milli 3. og 4. hluta. 16 ára og eldri karlmenn skjóta frá miðju og konur og börn frá 3 stiga línunni. Þeir sem reynast góðar skyttur í dag og hitta eru á leið til Varsjá sem er höfuðborg Póllands og um leið stærsta borg landsins með tæplega tvær milljónir íbúa.

Borgin hefur margar fjöruna sopið í gegnum tíðina og kynnst bæði blómaskeiðum og eyðileggingu. Enn er hún þó á sínum stað á bökkum Vistula og er óðum að tryggja sér sess sem ein af skemmtilegustu borgum Evrópu.  

Ekki missa af góðum körfubolta í Toyotahöllinni í dag og möguleika til að vinna ferð erlendis. 

Iceland Express

Fréttir
- Auglýsing -