spot_img
HomeFréttirBorga Kevin Love fyrir að fara í snemmbúið sumarfrí

Borga Kevin Love fyrir að fara í snemmbúið sumarfrí

 

Þrátt fyrir að  kraftframherjinn Kevin Love sé mikilvægur hluti af liði austurstrandarmeistaranna Cleveland Cavaliers, þá hefur hann ekki beint verið upp á sitt besta upp á síðkastið. Skoraði sem til dæmis aðeins 2 stig og tók 3 fráköst á 32 mínútum í síðasta leik. Að því tilefni hafa nokkrir áhangendur liðsins tekið sig saman og sett af stað söfnun á netinu til þess að koma í veg fyrir frekari þáttöku hans í lokaeinvíginu gegn Golden State Warriors. Pælingin er að nái þeir að safna vissri upphæð, geti þeir einfaldlega borgað Love þá fjárhæð fyrir að reima ekki á sig skóna það sem eftir lifir úrslita.

 

Á þessum tímapunkti hafa safnast rétt tæpar 7000 krónur af þeim tæpu 124 miljónum sem taldar eru þurfa til þess að það verði að veruleika að Love sitji 6. (sem er í nótt) og mögulega 7. leik einvígissins.

 

Hérna getur þú lagt þitt á vogarskálarnar.

Fréttir
- Auglýsing -