spot_img
HomeFréttirBorche yfirgefur ÍR

Borche yfirgefur ÍR

Borche Ilievski hefur sagt upp störfum sem þjálfari ÍR í Subway deild karla samkvæmt heimildum Subway-Körfuboltakvölds, en liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum deildarkeppni þessa tímabils.

Borche tók við liðinu árið 2015 þar sem að árangur þeirra í deild hefur verið upp og ofan, en þeirra besti árangur í úrslitakeppninni var þegar að liðið fór alla leið í oddaleik gegn KR um Íslandsmeistaratitilinn 2019.

Ekki er ljóst hver það verður sem muni taka við ÍR liðinu, en næsti leikur þeirra í deildinni er komandi fimmtudag gegn Íslandsmeisturum Þórs í Þorlákshöfn.

Fréttir
- Auglýsing -