spot_img
HomeFréttirBorche samningslaus

Borche samningslaus

Borche Ilievski Sansa þjálfari ÍR er samningslaus nú þegar tímabili ÍR var rétt að ljúka. Hann sagði í samstali við Stöð 2 Sport eftir leik að samningur sinn væri á enda.

ÍR féll út í kvöld gegn Tindastól 3-1 eftir hrikalega öfluga seríu og sagði Borche einnig að hann tippaði á að TIndastóll myndi fara alla leið og taka titilinn. Borche sagði um framhaldið að næst á dagskrá væri að setjast niður með stjórn ÍR og fara yfir málin svo það skýrist væntanlega á næstunni hvort framlengt verði samstarfið millum Borche og ÍR.

Fréttir
- Auglýsing -