spot_img
HomeFréttirBorce Ilievski hyggst setjast að á Íslandi

Borce Ilievski hyggst setjast að á Íslandi

13:54
{mosimage}

 

(Borce) 

 

Borce Ilievski þjálfari KFÍ hyggst setjast að á Íslandi og vonast til að fá brátt til þess öll tilskilin leyfi og að kona hans og tvö börn getið komið og búið með honum á Ísafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu KFÍ.

 

Borce er að fara í frí heim til Makedóníu, en hann á þar konu og tvær stelpur, fimm og átta ára sem hann hefur ekki séð síðan í ágúst á síðasta ári. Borce stýrði KFÍ til 8 sigurleikja í 1. deild á síðustu leiktíð en liðið 10 tapaði leikjum og hafnaði í 6. sæti deildarinnar.

 

Smellið hér til að nálgast viðtalið við Borce á heimasíðu KFÍ

 

Mynd: Stefán Þór Borgþórsson, [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -