Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hefur ákveðið að Borce Ilievski muni láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla. Borce hefur starfað við góðan orðstýr hjá deildinni undanfarin þrjú ár og verið leiðandi í því öfluga uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið á þessum tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Blikar sendu frá sér í kvöld.
Í tilkynningu stjórnar Breiðabliks segir ennfremur:
Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í meistaraflokki félagsins og þegar fyrir lá að samningar yrðu ekki framlengdir í vor var ákveðið að hefjast strax handa við að undirbúa félagið fyrir næsta áfanga í uppbyggingu meistaraflokks karla.
Borce mun áfram sinna þjálfun yngri flokka og einstaklingsþjálfun hjá félaginu. Stjórn körfuknattleiksdeildar vill þó nota tækifærið og þakka Borce fyrir ómetanlegt framlag hans til félagsins.
Virðingafyllst
Stjórn Körfuknattleikdsdeildar Breiðabliks
*Eftirmaður Borce verður svo vonandi kynntur á morgun sagði Eggert Baldvinsson formaður Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks í samtali við Karfan.is.



