Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Boras Basket hófu leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í gær. Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Boras tóku 1-0 forystu með 79-58 sigri á KFUM Nassjö en Sundsvall lenti 0-1 undir eftir 70-61 ósigur gegn Norrköping Dolphins á útivelli.
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í sigurliði Boras með 18 stig og þar var hann 4-10 í þristum og með eitt frákast og eina stoðsendingu. Hlynur var sömuleiðis stigahæstur í gær en hann gerði 18 stig, tók 15 fráköst og var með 3 stoðsendingar í liði Sundsvall.
Jakob og Hlynur verða aftur á ferðinni 17. mars þegar Sundsvall fær Norrköping í heimsókn en Boras fer og heimsækir KFUM Nassjö.



