Boras spilaði í kvöld í FIBA Eurocup í kvöld gegn ósigruðu liði Oostende frá Belgíu. Í hörku spennandi leik þurftu Boras að játa sig sigraða 86:89 þar sem að liðin skiptust 15 sinnum á forystu í leiknum. Að miklu leyti má segja að bekkurinn hafi tekið sigurinn fyrir Oostende and liðið fékk 40 stig þaðan á móti 18 frá Boras. Jakob Sigurðarson spilaði 30 mínútur í leiknum og skoraði 11 stig, tók 2 fráköst og sendi 3 stoðsendingar.



