spot_img
HomeFréttirBoras lá úti

Boras lá úti

Jakob Örn Sigurðarson gerði sex stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í gærkvöldi þegar Boras varð að fella sig við 90-84 ósigur á útivelli gegn Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni. 

Kobbi hefur átt heitari daga, 1-5 í teigskotum og 0-3 í þristum en stigahæstur í tapliði Boras varð James Washington II með 23 stig. 

Boras situr nú í 5. sæti deildarinnar með 6 sigra og 6 tapleiki í deildinni en BC Lulea er á toppnum með 9 sigra og 2 tapleiki. 

Eins og sakir standa er Jakob í 17. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar með 12,17 stig að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -