Jakob Örn Sigurðarson gerði 17 stig, tók 2 fráköst og gaf 4 stoðsendingar þegar Boras Basket lenti 2-0 undir í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 101-92 ósigur gegn Södertalje Kings.
Adam Darboe var stigahæstur í liði Boras með 23 stig en minnugir kannast við Darboe frá Grindavíkurárum hans í íslensku úrvalsdeildinni.
Þriðji leikur liðanna í undanúrslitum fer fram þann 5. apríl næstkomandi.



