spot_img
HomeFréttirBoras fékk skell gegn Malbas

Boras fékk skell gegn Malbas

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Boras þurftu að játa sig sigraða gegn liði Malbas í sænsku deildinni nú í kvöld.  Loka staða kvöldsins var 80:64 Malbas í vil.  Leikurinn var nokkuð jafn framan af en fljótlega tóku Malbas að síga framúr og þeir gáfu þá forystu aldrei frá sér.  Jakob Sigurðarson spilaði 31 mínútu í leiknum og skoraði 9 stig og tók 5 fráköst. 

Fréttir
- Auglýsing -