spot_img
HomeFréttirBoozer brotinn

Boozer brotinn

 
Lið Chicago Bulls í NBA deildinni varð á dögunum fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að framherjinn sterki Carlos Boozer er með brotið bein í hönd. Um svokallað boxarabrot er að ræða, en slíkt tekur yfirleitt um tvo mánuði að gróa.
Það er því ljóst að Boozer missir af byrjun tímabilsins þar vestra en hann gekk til liðs við Bulls í sumar á algerum risasamningi, fær um 75 milljónir bandaríkjadala fyrir fimm tímabil. Gríðarleg vonbrigði fyrir ungt lið Bulls sem margir spá góðu gengi í vetur.
 
Elías Karl
Fréttir
- Auglýsing -