spot_img

Booker áfram í Val

Landsliðsmaðurinn Frank Aron Booker hefur skrifað undir samning við Val um að leika áfram með liðinu á komandi leiktíð. Booker, sem verður 26 ára í sumar, var með 15,3 stig og 38,5% þriggjastiga nýtingu á sínu fyrsta tímabili hér á landi.

Eftir að hafa búið á Íslandi til 11 ára aldurs, flutti hann út til Bandaríkjanna og stundaði þar nám til 23 ára aldurs. Hann lék með ALM Evreux í Frakklandi tímabilið 2018-2019 áður en hann gekk til liðs við Val.

Booker lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd síðastliðið sumar og hefur alls leikið 4 leiki fyrir liðið.

https://www.facebook.com/Valurkarfa/posts/2905126196245298/
Fréttir
- Auglýsing -