Tvö félög Bónus deildar karla tilkynntu í kvöld að þau hefðu sagt upp samningum sínum við erlenda atvinnumenn.
Grindavík tilkynnti að Khalil Shabazz hefði yfirgefið herbúðir þeirra og þá kom tilkynning þess efnis frá ÍR að Emilio Banić hefði yfirgefið herbúðir þeirra.
Bæði félög þakka leikmönnum unnin störf fyrir félagið, en láta ekki í ljós hvaða leikmenn koma í stað þeirra. Leikmannaglugginn í Bónus deild karla loka þann 1. febrúar.




