spot_img
HomeFréttirBonneau þrífur spjaldið

Bonneau þrífur spjaldið

 Stefan Bonneau heldur áfram að vinna á efri hæðinni fyrir þá Njarðvíkinga og í gærkvöldi fékk Oddur Rúnar Kristjánsson að finna fyrir því. Njarðvíkingar sendu inn ansi skemmtileg tilþrif frá kappanum í leiknum í gær. En Oddur var sum sé á leið að leggja boltann snyrtilega ofaní körfu Njarðvíkinga þegar Bonneau hleður í rudda blokk og smyr boltanum í spjaldið.   Blokkið vissulega flott en dugði skammt því Ólafur Ólafsson leikmaður Grindvíkinga hirti ruslið og setti það ofaní þar sem það átti heima. 
 
Fréttir
- Auglýsing -