spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueBoltinn Lýgur Ekki: Jón Axel, Martin og Haukur allir í nýjum liðum...

Boltinn Lýgur Ekki: Jón Axel, Martin og Haukur allir í nýjum liðum – Hver eru 8 verstu liðin sem komist hafa í úrslit?

NBA deildin fer aftur af stað þann 30. næstkomandi. 22 lið eru saman komin í Disneylandi í einskonar Bólu, sem sett var saman með ströngum öryggisreglum til varna Covid-19.

Boltinn Lýgur Ekki fer yfir hverju megi búast við af endursetningu NBA deildarinnar og hvaða lið eru talin eiga eftir að koma best útúr þessari löngu pásu. Þá eru vistaskipti Martins til Valencia, Hauks Helga til Andorra og Jóns Axels til Frankfurt rædd.

Einnig er farið yfir hver eru 8 verstu lið sögunnar til þess að komast í lokaúrslit, sem og eru 2005-06 og 2013-14 tímabilin rædd í þaula.

Litríkur leikmaður þáttarins er fyrrum leikmaður Houston Rockets, New York Knicks og Orlando Magic, Steve Francis.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Fréttir
- Auglýsing -