spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBoltinn Lýgur Ekki: Furðulegt íbúalýðræði að Hlíðarenda og væll í Dominique Wilkins

Boltinn Lýgur Ekki: Furðulegt íbúalýðræði að Hlíðarenda og væll í Dominique Wilkins

Boltinn Lýgur Ekki fékk tvo góða gesti til þess að rýna í stöðuna í körfuboltaheiminum um þessar mundir. Þeir Guðmundur Auðun Gunnarsson AKA Gauðun og Tómas Steindórsson AKA “Sá Raunverulegi” mættu í spjall til Véfréttarinnar.

Hin ýmsu málefni fengu pláss. Meðal annars vesenið í KR, frábæran sigur Þórs Akureyri, stórfurðulegt íbúalýðræði í VAl, hvort Tindastóll sé besta lið deildarinnar í augnablikinu eða hvort það eru Stjörnumenn, sem eru aldeilis að fá liðsstyrk.

Þá nýtti þáttarstjórnandi tækifærið að vera með tvo sérfræðinga í málefnum fyrstu deildarinnar með sér og var sú frábæra deild krufin aðeins, eru Hamar að fara að klára þetta eða munu Höttur eða Breiðablik spilla fyrir þeim Ungverska.

NBA deildin fékk að sjálfsögðu sinn sess, enda besta deild veraldar. Við skoðuðum hvort að nokkurt austurlið geti elt Milwaukee Bucks, hvort Toronto séu alvöru contender, hvers vegna austrið er svona lélegt og hvort að Luka Doncic sé ekki með mestu framfarirnar í vasanum.

Hver þáttur af Boltinn lýgur ekki er tileinkaður einum litríkum karakter og að þessu sinni er það Rajon Rondo og að sjálfsögðu fylgir honum tónlist frá hans heimaslóðum í Kentucky, Nappy Roots.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Fréttir
- Auglýsing -