spot_img
HomeFréttirBoltinn farinn að rúlla á Ísafirði

Boltinn farinn að rúlla á Ísafirði

 
Körfuboltabúðir KFÍ 2011 hófust um helgina og nú strax kl. 08:00 í morgun var salurinn í Jakanum iðandi af lífi. Ísfirðingar greina vel frá búðunum á heimasíðu sinni og verður hægt að fylgjast grannt með framvindu mála á KFI.is.
Hér er smá innslag úr uppgjöri fyrsta dags búðanna:
Að loknum frábærum málsverði í hádeginu var hvíldartími sem líklega einhverjir hefðu átt að taka aðeins meira bókstaflega. Æfingar hófust sem sagt aftur kl. 16:00 hjá hópum 1-3 og gengu vel fyrir utan væg þreytumerki sem sáust í fyrstu hjá stöku krakka. Það var þó svo að leikgleðin smitaði út frá sér og þegar nokkrar mínutur voru liðnar voru nánast allir orðinir eins sprækir og raun bar vitni í morgun. Æfingunni stýrðu þeir Nebojsa, Pétur, Tony og Hrafn. Þeir Unnþór Jónsson og Sigmundur Helgason voru þeim til aðstoðar.
 
 
Fylgist með á www.kfi.is  
Fréttir
- Auglýsing -