spot_img
HomeFréttirBolti og ,,burger" í blíðunni

Bolti og ,,burger” í blíðunni

Nú er um það bil korter þangað til önnur viðureign KR og Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar karla rúllar af stað. Pallarnir í DHL Höllinni eru við það að fyllast og utan við DHL Höllinni standa öflugir menn og grilla ,,burgera” á meðan ungviðið smellir af nokkrum skotum.
 
Hér eru allar forsendur fyrir stórgóðum körfuboltaleik, leikurinn er svo í beinni tölfræðilýsingu hjá KKÍ.is og þá eru Morgunblaðið og Vísir.is bæði með beina textalýsingu frá leiknum og Karfan.is mun að sjálfsögðu fjalla um þennan slag í bæði máli og myndum.
 
Mynd/ [email protected] – Brakandi blíða í vesturbænum, burger og bolti.
  
Fréttir
- Auglýsing -